Twitter er vinsælt. Ef að Twitter er vinsælt þá hlýtur fólk að fá ákveðna ánægju út úr því að nota Twitter. Ég kann ekki á Twitter. Ég skil ekki leikreglurnar. Ég veit að maður tístir 140 stöfum og reynir gjarnan að vera sniðugur. Maður slær um sig með myllumerkjum. Það er stjarna þarna sem þýðir […]

Ég datt inn á þessa norsku þætti sem fjalla um nokkur ungmenni sem ferðast til Kambódíu í þeim tilgangi að fræðast um lífið í fataverksmiðjunum þar, þau eru öll þekktir tískubloggarar í Noregi. Þessir þættir komu mér til þess að hugsa. Ég verð bara að mæla með þessum þáttum. Þó svo að maður viti að fólkið í […]

Ég vil bara fá að vera með í öllu gamaninu. Eins og þeir sem þekkja mig, þá er ég ekki vön því að stinga tánum varlega í heita pottinn þegar ég á annað borð get tekið fallbyssukúluna beint ofan í köldu laugina. Ég á það reyndar til að ætla mér einum of mikið og enda á […]

einu sinni svaf ég í rimlarúmi ef ég teygði mig nógu langt þá náði ég í ljósrofann ég kveikti og slökkti ljósin áður en ég fór að sofa einu sinni teygði ég mig of langt og datt á andlitið ég var ekki með framtennur í fjögur ár en svo komu fullorðinstennurnar það breytir engu þó […]

Ég hlóð inn mynd á Instagram um daginn. Þar er mynd af mér að ýta á nótuna F á píanói og fyrir neðan stóð “I dont give a..”. Og þá stendur F vissulega fyrir fuck. Á okkar ástkæra ylhýra gæti þetta verið þýtt sem að vera “drullusama”. Þetta er orðatiltæki sem mér þykir mikilvægt að […]

Ég setti upp hillur í gær. Við það verk þurfti ég að notast við bor. Ég skottaðist fram á stigagang, bankaði á íbúðina fyrir ofan, spurði nágranna minn hvort ég mætti fá lánaðan bor, já segir hún og við fórum upp á loft að sækja maskínuna. Ég tók hillurnar úr plastinu, valdi viðeigandi stærð af […]

Af og til fæ ég heimþrá. Til dæmis er ég að upplifa heimþrá þessa dagana. Síðast þegar ég var á Íslandi var ég að háma í mig páskaegg, og það er þó nokkuð langt síðan. Þegar ég segist sakna Íslands þá meina ég samt að ég sakni fólksins míns á Íslandi. Vinkonur mínar eru byrjaðar […]

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá móður mína í heimsókn í heila viku.  Við vorum alveg agalega menningarlegar og flottar á því, drukkum kaffi og hvítvín og tuðuðum næstum ekkert í hvorri annarri. Kvaddi hana svo með tárin í augunum á Kastrup og finnst alveg agalegt að ég sé mögulega ekki að fara að […]

Hróaskelda var vafalaust epísk. Það var allskonar sem stóð upp úr. Outkast voru tónleikarnir sem opnuðu Orange sviðið og þeir voru hellaðir. Fór á Stevie Wonder, Major Lazer, Deftones, Kasabian, Bastille, Lykke Li, Mø, Klumben og Raske Penge, Artic Monkeys, Future Islands og margar fleiri og það var eiginlega bara allt sem stóð uppúr. Úff. […]

Vá hvað ég er búin að pæla lengi í þessu. Ég var líka búin að gugna jafn oft og ég var búin að pæla í að láta verða af þessu. En það kom að því. Það er heldur ekkert eins upplagt og að vera með stutt hár á Hróaskeldu. Þannig ég kynni með stolti, Hróaskeldu […]